Hvar er Freyja?
Kári Pálsson þjóðsagnafræðingur og vinur minn aðstoðaði mig þegar ég var að skapa auðkenni fyrirtækisins. Vörumerkið er að miklu leyti innblásið af æsinum Freyju. Ég vildi að FF myndi vera táknmynd fyrir ást mína á Íslandi og fegurð þess. Kári útskýrði fyrir mér að á fyrri tímum þegar heiðni var við lýði hér á landi tíðkaðist að ákalla og blóta goðunum með því að klæða sig í þeirra líki og leika eftir persónuleika þeirra. Freyja er gyðja ástar, fegurðar, frjósemi, kynvitundar, hernaðar, gulls og galdra; sterk kona sem myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Það er það sem ég óska mér fyrir viðskiptavini Fyrir Freyju, að þeim líði eins og gyðjum sem geti staðið fyrir og verið lýsandi fyrir þeirra innri persónu. Fegurð er ekki sprottin af grunnhyggni, heldur geislar hún innan úr sálu okkar.
"Þegar kemur að umhirðu húðarinnar er átt við viðleitni til að styrkja heilbrigði húðar, bæta útlit og vinna á húðvandamálum. Þá er notast við næringu, reynt að forðast beina sólargeisla og stuðst við húðvörur."
Umhirða húðar er svo miklu meira en bara spa meðferð. Hún snýst um að hlúa að heilsuþætti sem stundum gleymist. Húðin er stærsta líffærið og verndar allan líkamann. Það kemur oft fyrir að fólk gefur húðinni ekki gaum nema að það glími við bólur, ör og sólbruna meðal annars. Aftur á móti hefur í seinni tíð orðið æ vinsælla að fjalla um þessi mál á samfélagsmiðlum. Það hjálpar til við að auka vitund okkar um heilsu og vellíðan, ásamt því að fyrirbyggja húðkrabbamein og sortuæxli.